• fim. 18. jan. 2024
  • Landslið
  • A karla

Tveggja marka sigur gegn Hondúras

A landslið karla vann í kvöld tveggja marka sigur á Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefni liðsins í Florida, og fylgdi þannig eftir eins mark sigri á Gvatemala í fyrri leiknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu á 48. mínútu og úr henni skoraði Andri Lucas Guðjohnsen sitt sjötta A-landsliðsmark í 20 leikjum. Það var síðan Brynjólfur Andersen Willumsson sem skoraði seinna markið af miklu harðfylgi á 58. mínútu, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið, en Brynjólfur lék einmitt sína fyrstu tvo A-landsleiki í þessu janúarverkefni.

Tveir góðir sigrar, þrjú mörk og ekkert fengið á sig er flott uppskera. Næsta verkefni A landsliðs karla er umspilsleikur við Ísrael í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024.

A landslið karla

Mynd:  Jónína Guðbjörg (jggsport)