• sun. 14. jan. 2024
  • Landslið
  • A karla

Eins marks sigur gegn Gvatemala

A landslið karla vann eins marks sigur á Gvatemala þegar liðin mættust í vináttuleik á DRV PNK leikvanginum í Florida á laugardagskvöld.  Heilt yfir var íslenska liðið sterkari aðilinn í leiknum, þó bæði lið hafi fengið góð færi til að skora.

Ísak Snær Þorvaldsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu eftir góða sókn íslenska liðsins. Logi Tómasson sendi boltann fyrir markið frá vinstri, Jason Daði Svanþórsson skallaði boltann fyrir Ísak Snæ, sem hamraði boltann í netið með vinstri fæti, hans fyrsta A-landsliðsmark.

Ísland mætir liði Hondúras á sama leikvangi aðfaranótt fimmtudagsins 18. janúar, kl. 01:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

A landslið karla

Mynd:  Jónína Guðbjörg (jggsport).