A landslið karla komið til Florida
A landslið karla er komið saman í Florida í Bandaríkjunum þar sem liðið leikur tvo vináttuleiki. Þann 13. janúar mætir liðið Gvatemala og þann 17. janúar verður mótherjinn Hondúras. Raunar byrjar seinni leikurinn eftir miðnætti að íslenskum tíma og má því segja að hann sé 18. janúar. Að sama skapi má segja að fyrri leikurinn hefjist 17. janúar en að honum ljúki 18. janúar.
Báðir leikirnir fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída og báðir verða þeir í beinni og ólæstri útsendingu á Stöð 2 sport.
Ísland hefur hvorki mætt Gvatemala né Hondúras áður í A landsliðum karla. Gvatemala er í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og Hondúras er í 76. sæti. Íslenska liðið er í 71. sæti listans.
- Gvatemala – Ísland 13. janúar kl. 00:00 að íslenskum tíma (13. janúar kl. 19:00 að staðartíma) - Bein útsending á Stöð 2 sport (opin dagskrá)
- Hondúras – Ísland 18. janúar kl. 01:00 að íslenskum tíma (17. janúar kl. 20:00 að staðartíma) - Bein útsending á Stöð 2 sport (opin dagskrá)
- Ath breytta leiktíma, báðir leikir hefjast hálftíma síðar en upprunalega var tilkynnt.