Dregið í EM 2024
Dregið hefur verið í riðla fyrir lokakeppni EM 2024 sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar.
Sigurvegari B umspilsins verður í riðli með Belgíu, Rúmeníu og Slóvakíu og mætir Rúmeníu í fyrsta leik.
Því er ljóst hvaða liðum Ísland verður með í riðli takist því að komast í gegnum umspilið. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og sigurvegarinn mætir svo Úkraínu eða Bosníu og Hersegóvínu. Umspilið verður leikið í mars.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari A karla, hafði þetta að segja eftir dráttinn:
"Auðvitað er þetta áhugavert og það hjálpar okkur og KSÍ upp á skipulagið fram í tímann að vita hvar og hvenær við myndum spila, og við hverja, ef við myndum komast áfram. Það er að mörgu að hyggja skipulagslega. En við erum ekki komnir þangað, það er langur vegur á EM ennþá, þannig að ég vil ekki kommenta á þennan drátt. Allur okkar fókus er á umspilið í mars. Það er það eina sem skiptir máli núna og við höldum allri okkar einbeitingu á að eiga góðan leik á moti Ísrael."