Dregið í lokakeppni EM 2024 á laugardag
Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni EM 2024 á laugardag.
Drátturinn fer fram í Hamburg í Þýskalandi og hefst hann kl. 17:00.
Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu um laust sæti í lokakeppninni. Því kemur í ljós á laugardag hvaða liðum Ísland yrði með í riðli takist því að komast í gegnum umspilið.
Styrkleikaflokkar
Flokkur 1
Þýskaland (gestgjafar)
Portúgal
Frakkland
Spánn
Belgía
England
Flokkur 2
Ungverjaland
Tyrkland
Rúmenía
Danmörk
Albanía
Austurríki
Flokkur 3
Holland
Skotland
Króatía
Slóvenía
Slóvakía
Tékkland
Flokkur 4
Ítalía
Serbía
Sviss
Sigurvegari umspils A
Sigurvegari umspils B
Sigurvegari umspils C