• lau. 18. nóv. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Mæta Portúgal í Lissabon á sunnudag

A landslið karla mætir Portúgal í Lissabon á sunnudag í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM 2024.  Portúgalska liðið er með fullt hús stiga eftir níu leiki og öruggt sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi á næsta ári, en íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að ná 2.sætinu eftir tap gegn Slóvökum á fimmtudag.  Slóvakía fylgir Portúgal í lokakeppnina, en Ísland á enn möguleika á sæti þar og sú leið liggur í gegnum umspilsleiki í mars.

Ísland og Portúgal hafa mæst 6 sinnum áður - Portúgal hefur unnið 5 leiki og einu sinni skildu liðin jöfn, en það var í fyrsta leiknum í lokakeppni EM 2016.  Fyrri viðureign liðanna í núverandi undankeppni lauk með eins marks sigri portúgalska liðsins á Laugardalsvelli.

Leikurinn á sunnudag fer fram á heimavelli Sporting í Lissabon kl. 19:45 að íslenskum tíma og er hann í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

A landslið karla