Mæta Slóvakíu á fimmtudag
A landslið karla mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava á fimmtudag. Þann dag fer fram næst síðasta umferð riðilsins og að leikjunum loknum ættu línur að vera skýrar fyrri lokaumferðina, sem verður leikin á sunnudeginum. Á fimmtudag mætast sem fyrr segir Slóvaía og Ísland, en aðrir leikur eru annars vegar viðureign Liechtenstein og Portúgals og hins vegar leikur Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu.
Staðan í riðlinum er þannig að Portúgalar eru öruggir með efsta sætið, eru með fullt hús stiga eftir 8 leiki (24 stig). Slóvakía er í 2. sæti með 16 stig, fimm stigum á undan Lúxemborg og sex stigum á undan Íslandi. Þar á eftir koma Bosnía-Hersegóvína með 9 stig og Liechtenstein án stiga.
Íslenska liðið kemur saman til æfinga í dag mánudag og æfir fyrst um sinn í Vín, Austurríki, áður en haldið verður yfir til Slóvakíu á miðvikudag.
Ísland og Slóvakía hafa mæst 6 sinnum áður - Ísland hefur unnið einn leik, einum hefur lokið með jafntefli, og Slóvakar hafa unnið fjórum sinnum.
Allir leikir fimmtudagsins hefjast kl. 19:45 að íslenskum tíma og leikur Íslands verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.