Tvískiptur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ
Laugardaginn 25. nóvember frá kl. 09:00-12:00 stendur KSÍ fyrir opnum fundi um mannvirkjamál fyrir fulltrúa aðildarfélaga. Á dagskrá eru tvö megin viðfangsefni - annars vegar bann við plastinnfylliefnum í gervigrasi og hins vegar vallaryfirborð (gras, gervigras og hybrid).
Boðið verður upp á léttan hádegisverð kl. 12:00 og eru fulltrúar aðildarfélaga því beðnir um að skrá sig á þessum hlekk.
Kl. 13:00 hefst síðan hefðbundinn og árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ þar sem m.a. verður rætt um mótamál, stefnumótun KSÍ, breytingar á reglugerðum ofl.
Fundirnir verða teknir upp og sendir á þau félög sem þess óska. Glærukynningar frá fundinum verða birtar á vef KSÍ.