Mæta Liechtenstein á mánudag
A landslið karla mætir Liechtenstein í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á mánudag. Ísland er með 7 stig í riðlinum og er í 5. sæti, en Liechtenstein er í sætinu þar fyrir neðan, án stiga eftir 7 leiki. Fyrri viðureign liðanna í riðlinum var ytra í mars, þegar íslenska liðið vann sjö marka stórsigur, þar sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði gerði þrennu.
Leikurinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport og hefst kl. 18:45. Miðasala á leikinn er í fullum gangi á vefsíðunni Tix.is.
Liechtenstein hefur Ísland mætt 10 sinnum og unnið 7 sigra, gert tvö jafntefli og tapað einu sinni.