Miðasala á EM 2024 hafin
UEFA hefur hafið miðasölu á lokakeppni EM 2024, en keppnin fer fram í Þýskalandi dagana 14.júní til 14. júlí.
Þessi fyrsti gluggi miðasölu fyrir keppnina fer fram 3.-26. október og verða yfir 1.2 milljónir miða í boði. Til að sækja um miða í þessu miðalotteríi þarf að búa til reikning á miðavef UEFA, en hlekk inn á hann má finna hér að neðan.
UEFA mun einnig setja í sölu síðar um eina milljón miða fyrir stuðningsmenn liða þar til eftir að dregið hefur verið í riðla þann 2. desember. Jafnframt verða miðar í boði fyrir þær þjóðir sem komast í gegnum umspilið sem leikið verður 21. og 26. mars næstkomandi.
Hægt er að lesa frekar um miðasöluna á vef UEFA.