• fös. 22. sep. 2023
  • Landslið
  • A karla

Sigur í fyrsta leik í Þjóðadeild UEFA

Mynd - Mummi Lú

Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA.

Wales byrjaði leikinn betur, en tókst ekki að skapa neitt að ráði. Það var svo á 18. mínútu sem Glódís Perla Viggósdóttir kom Íslandi yfir með skalla eftir fyrirgjöf Amöndu Jacobsen Andradóttur. Velska liðið hélt áfram að sækja, en íslenska liðið varðist vel og gaf engin færi á sér. Ísland leiddi því með einu marki í hálfleik.

Síðari hálfleikur var nokkuð jafn, bæði lið komust í álitlegar stöður en hvorugu tókst að koma boltanum í netið. Engin fleiri mörk voru skoruð og 1-0 sigur Íslands staðreynd, en jafnframt er þetta fyrsti leikur sem íslenskt landslið vinnur leik í Þjóðadeild UEFA.

Íslenska liðið ferðast nú til Þýskalands þar sem það mætir heimakonum á Ruhrstadion í Bochum á þriðjudag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.