• mán. 11. sep. 2023
  • Landslið
  • A karla

Dramatískur sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu

A landslið karla vann dramatískan 1-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024.

Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins á annarri mínútu í uppbótartíma eftir sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill, hvorugt liðið skapaði sér teljandi færi og staðan markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Síðari hálfleikur var líflegri og áttu bæði lið góð færi til að skora mörk. Rúnar Alex Rúnarsson átti góðan dag á milli stanganna hjá Íslandi og varði vel nokkrum sinnum. Það var ekki fyrr en á annarri mínútu uppbótartíma sem fyrsta, og eina, mark leiksins leit dagsins ljós. Jón Dagur Þorsteinsson renndi þá boltanum fyrir mark Bosníu og Hersegóvínu, boltinn endaði hjá Alfreð Finnbogasyni á fjærstönginni sem setti boltann af öruggi í netið. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og þrjú stig staðreynd. Með sigrinum fer Ísland í fjórða sæti riðilsins, uppfyrir Bosníu og Hersegóvínu á betri markatölu.