Mæta Lúxemborg á föstudag
A landslið karla hefur æft síðustu daga í Mainz í Þýskalandi og heldur í dag, miðvikudag, til Lúxemborg, þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2024 á föstudag. Íslenska liðið hefur unnið einn leik í riðlinum og tapað þremur, en Lúxemborg er með sjö stig eftir fjóra leiki.
Ísland og Lúxemborg hafa mæst sjö sinnum áður í A landsliðum karla - Ísland hefur unnið fjóra leiki og þrisvara hafa liðin skilið jöfn. Einu tveir mótsleikirnir hingað til voru í undankeppni HM 1994 þar sem Ísland vann eins marks sigur á Laugardalsvelli en leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli.