Fyrsti leikur U19 kvenna á EM, þriðjudaginn 18. júlí
U19 lið kvenna spilar sinn fyrsta leik á EM þriðjudaginn 18. júlí þegar það mætir Spáni klukkan 18:30.
Mótið fer fram í Belgíu og hefur liðið verið þar við æfingar síðustu daga. Ísland er í riðli með Spáni, Frakklandi og Tékklandi og eiga leiki þriðjudaginn 18. júlí, föstudaginn 21. júlí og mánudaginn 24. júlí.
Allir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu á RÚV 2.
Liðin hafa mæst fimm sinnum í þessum aldursflokki og hafa Spánverjar unnið þrjá leiki, Ísland einn og einn hefur endað með jafntefli.