Svekkjandi tap gegn Portúgal
Mynd: Mummi Lú
A landslið karla tapaði 1-0 fyrir Portúgal í undankeppni EM 2024. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal á 88. mínútu.
Staðan eftir fyrri hálfleik var 0-0 þar sem bæði lið fengu færi. Guðlaugur Victor Pálsson fékk besta færi Íslands á 20. mínútu en skot hans fór yfir markið. Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki Íslands og átti nokkrar mjög góðar vörslur.
Willum Þór Willumsson átti gott skot utan teigs í síðari hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá. Á 80. mínútu fékk Willum að líta sitt annað gula spjald og því rautt. Ísland leik því manni færri síðustu 10 mínútur leiksins.
Sigurmark Portúgala kom eins og fyrr segir á 88. mínútu en nota þurfti VAR til að skera úr um hvort Ronaldo væri rangstæður eða ekki. Samkvæmt VAR var Ronaldo réttstæður og því tók Portúgal stigin þrjú.
Eftir fjóra leiki er Ísland með þrjú stig í næst neðsta sæti riðilsins. Portúgal er efst með fullt hús stiga.
Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er gegn Lúxemborg á útivelli þann 8. september.