• fim. 15. jún. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Slóvakía á Laugardalsvelli á laugardag

A landslið karla mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag, í fyrsta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2024.  Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum en Slóvakía er með fjögur stig eftir markalaust jafntefli við Lúxemborg og tveggja marka sigur á Bosníu-Hersegóvínu.  Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum í mótinu, gegn Bosníumönnum, en vann síðan stærsta sigur A landsliðs karla í mótsleik frá upphafi þegar sjö marka sigur vannst á Liechtenstein.

Leikmannahópur Íslands hefur verið við æfingar á Laugardalsvelli síðustu tvær vikur undir stjórn nýs þjálfara, Norðmannsins Åge Hareide.

A landslið karla

Leikurinn hefst kl. 18:45 en fyrir leikinn verður fan zone á svæðinu utan við leikvanginn það sem hægt er að kaupa ýmsar veitingar, og spreyta sig á knattþrautum og alls konar skemmtilegu, og er fólk hvatt til að mæta vel tímanlega fyrir leikinn.

Enn eru til miðar á leikinn og er miðasala opin á Tix.is.

Fyrir þau sem ekki komast á leikinn má benda á að hann verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Viaplay (í opinni dagskrá).