Kynning á landsliðumhverfi þann 17. maí
Mynd: Hulda Margrét
Þann 17. maí klukkan 12:00-13:45 boðar KSÍ til fundar á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.
Á fundinum vill KSÍ deila með yfirþjálfurum, afreksþjálfurum, yfirmönnum knattspyrnumála og öðrum sem tengjast afreksþjálfun félaganna, því sem er að gerast í landsliðsumhverfinu og sömuleiðis heyra frá félögunum og þeirra starfi.
Fundurinn verður einnig á Teams fyrir þau sem það kjósa.
Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig, bæði þeir sem ætla að mæta og þeir sem ætla að taka fundinn á Teams.
Dagskrá fundar
12:00-12:20 Grímur Gunnarsson, sálfræðingur KSÍ - Sálfræði í knattspyrnu. frammistaða og vellíðan.
Súpa og brauð
12:35 Landsliðsumhverfið - Davíð Snorri Jónasson og Jóhannes Karl Guðjónsson fara yfir landsliðsumhverfið og hugmyndafræði landsliða Íslands.
13:15-13:45 Davíð Snorri fer yfir heimsókn KSÍ til danska knattspyrnusambandsins, DBU, á dögunum, hvað Danir eru að gera með sálfræðiþáttinn og leikgreiningar. Næstu skref og umræður.