Undankeppni EM 2024 hefst í vikunni
Undankeppni EM 2024 hjá A landsliði karla hefst í vikunni. Íslenska liðið hefur keppni með tveimur útileikjum að venju og eru mótherjarnir í marsmánuði Bosnía-Hersegóvína og Liechtenstein. Fyrri leikurinn er gegn Bosníu-Hersegóvínu í Zenica fimmtudaginn 23. mars og sá seinni gegn Liechtenstein í Vaduz sunnudaginn 26. mars.
Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Viaplay.
Smellið hér til að kaupa áskrift.
Leikmannahópur íslenska liðsins kemur saman í þýskalandi til undirbúnings fyrir leikinn í Zenica og heldur til Bosníu-Hersegóvínu daginn fyrir þann leik.
Þess má geta að sala mótsmiða á heimaleiki íslenska liðsins (5 heimaleikir) er hafin á tix.is og fer vel af stað. Tveir heimaleikir eru í júní (Slóvakía og Portúgal) og þrír heimaleikir í haust.
Smellið hér til að kaupa mótsmiða
Mynd með grein: Mummi Lú.