Sala mótsmiða hefst á föstudag
Mótsmiðasala á heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2024 hefst föstudaginn 17. mars kl. 12:00 á tix.is.
Ísland hefur leik í undankeppninni í mars og verður fyrsti heimaleikurinn spilaður á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Með Íslandi í riðli eru Slóvakía, Portúgal, Bosnía Hersegóvína, Lúxemborg og Liechtenstein. Mótsmiðar gilda á alla heimaleiki Íslands í keppninni.
Með kaupum á mótsmiða fæst 20% afsláttur af miðum í almennri miðasölu. Vakin er athygli á fleiri og fjölbreyttari verðflokkum á landsleiki á Laugardalsvelli en áður. Nú er hægt að kaupa miða í fimm verðflokkum, sem fyrr með 50% afslætti fyrir 16 ára og yngri.
Miðakaupendur fá sömu sætin á alla fimm leikina og er hægt að fá miða allt frá kr. 8.800 til kr. 36.400 á alla fimm leikina. Mótsmiðasölu lýkur miðvikudaginn 17. maí kl. 12:00. Almenn miðasala á stakan leik hefst tveimur vikum fyrir hvern leik.
Ísland – Slóvakía laugardaginn 17. júní kl. 18:45
Ísland – Portúgal þriðjudaginn 20. júní kl. 18:45
Ísland – Bosnía Hersegóvína mánudaginn 11. september kl. 18:45
Ísland – Lúxemborg föstudaginn 13. október kl. 18:45
Ísland – Liechtenstein mánudaginn 16. október kl. 18:45
Hér fyrir neðan má sjá mótsmiðaverð í hverju verðsvæði fyrir sig ásamt skýringarmynd af stúkum vallarins.