• mið. 15. mar. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Hópurinn fyrir mars-leiki í undankeppni EM 2024

A landslið karla leikur fyrstu leiki sína í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Mótherjarnir eru Bosnía-Hersegóvína og Liechtenstein og eru báðir leikirnir í beinni útsendingu á Viaplay. Önnur lið í riðlinum eru Lúxemborg, Slóvakía og Portúgal.

Íslenska liðið hefur ekki áður mætt Bosníu-Hersegóvínu en hefur mætt Liechtenstein 9 sinnum (6 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap).

Skoða fyrri viðureignir við Liechtenstein
 
Leikirnir:

Fimmtudagur 23. mars kl. 19:45 (ísl. tími)

Bilino Polje Stadium, Zenica
Bosnía-Hersegóvína – Ísland
Beint á Viaplay

Sunnudagur 26. mars kl. 16:00 (ísl. tími)

Rheinpark Stadion, Vaduz
Liechtenstein – Ísland
Beint á Viaplay

Hér að neðan má finna hlekk beint inn á síðu VIaplay þar sem hægt er að kaupa áskrift:

Viaplay

Undankeppni EM 2024

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikina tvo.

Hópurinn

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir

Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir**

Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir

Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk

Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk*

Aron Elís Þrándarson - OB Odense - 17 leikir, 1 mark 

Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk

Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir

Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark

Alfons Sampsted - FC Twente - 14 leikir

Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk

Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Copenhagen - 17 leikir, 3 mörk

Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen - 7 leikir

Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 16 leikir, 2 mörk

Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk

Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark

Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk

Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk

Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 10 leikir

Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley FC - 82 leikir, 8 mörk

Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 63 leikir, 15 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk

Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK - 2 leikir

Leikmenn til vara:

Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark

Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir*

Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir

Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur

Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfsborg - 19 leikir, 2 mörk

*Breyting 17. mars - Guðmundur Þórarinsson inn fyrir Sverri Inga Ingason.

**Breyting 21. mars - Hákon Rafn Valdimarsson inn fyrir Elías Rafn Ólafsson.

 

Samskiptadeild KSÍ lagði nokkrar spurningar fyrir Arnar Þór, um hópinn og verkefnið.

Albert Guðmundsson hefur verið að spila vel á Ítalíu. Hann er ekki í hópnum að þessu sinni. Ræddirðu við Albert?

Ég hringdi í Albert og við ræddum saman. Niðurstaðan er sú að ég vel hann ekki að þessu sinni. Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins. Þessar forsendur eru þær sömu fyrir alla leikmenn, hvort sem þú ert 19 ára eða 34 ára. Það er fullt af leikmönnum með mikla hæfileika í þessum landsliðshópi. Akkúrat núna er marsverkefnið okkar framundan, ný undankeppni að byrja, og þá er mikilvægt að vera með fókus á það verkefni og þann hóp sem við erum með. Það ætlum við að gera, ég og þjálfarateymið, starfsliðið og leikmennirnir, allir saman sem eitt lið.

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi er ekki í hópnum. Hvers vegna?

Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma. Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni. Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin.

Ef við ræðum nú aðeins þá sem eru í hópnum, þá eru margir af þeim leikmönnum að spila vel með sínum félagsliðum. Það hlýtur að gleðja landsliðsþjálfarann?

Svo sannarlega. Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni.

Loks að komandi verkefni. Hverju megum við búast við?

Við viljum auðvitað taka sem flest stig í þessum glugga, eins og öllum gluggum. Leikurinn í Bosníu verður hörkuleikur. Við eigum að vinna Liechtenstein og ætlum að gera það, en það má samt ekki vanmeta nein lið og taka því sem sjálfsögðum hlut að menn vinni án þess að þurfa að hafa fyrir því, þá getur farið illa. Bosnía er allt annað dæmi, þetta er hörkulið sem vann sinn riðil í Þjóðardeildinni á síðasta ári, og með hörku mannskap, það má ekki gleyma því. Góð frammistaða í þeim leik getur skilað okkur stigi eða stigum. Við byrjum í Bosníu og setjum allan fókus og alla orku í þann leik til að byrja með.