Ótrúlega svekkjandi tap gegn Svíþjóð
A karla tapaði með einu marki gegn Svíþjóð, 1-2, þegar liðin mættust í vináttuleik á Algarve í Portúgal.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og áttu bæði lið fína spretti. Dagur Dan Þórhallsson var ekki langt frá því að skora fyrsta mark leiksins þegar Davíð Kristján Ólafsson átti frábæra fyrrgjöf beint á kollinn á Degi. Skalli hans var hins vegar varinn af Jacob Widell Zetterström í marki Svía. Stuttu síðar leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Sævar Atli Magnússon átti skot sem markvörður Svía varði í slánna, en þegar Damir Muminovic reyndi við frákastið fór boltinn í hendi varnarmanns Svía. Dómari leiksins dæmdi víti, Sveinn Aron brenndi af en náði frákastinu og kom boltanum í netið.
Síðari hálfleikur var einnig tiltölulega jafn, en þó sköpuðu liðin sér ekki mikið af færum fyrr en undir lok leiksins. Svíar sóttu mikið síðustu mínúturnar og tókst að jafna leikinn þegar Elias Andersson skoraði beint úr aukaspyrnu. Svíum tókst síðan að skora sigurmarkið á síðustu sekúndum hans þegar Jacob Ondrejka kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Grátlegt tap eftir að hafa leitt leikinn nánast til loka.