Mæta Svíum í Portúgal á fimmtudag
A landslið karla mætir Svíþjóð í vináttuleik sem fram fer á fimmtudag á Estadio Algarve í Portúgal kl. 18:00 að íslenskum tíma (beint á Viaplay).
Um er að ræða seinni leikinn af tveimur sem íslenska liðið leikur í verkefninu, en fyrri leiknum lauk með 1-1- jafntefli við Eistland. Verkefnið er utan FIFA-glugga eins og fram hefur komið, og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið hópinn eftir fyrri leikinn - Guðlaugur Victor Pálsson meiddist gegn Eistlandi og getur ekki verið með gegn Svíum, og fyrirfram var ákveðið að þeir Arnór Ingvi Traustason, Nökkvi Þeyr Þórisson og Andri Lucas Guðjohnsen myndu bara spila fyrri leikinn.
A landslið karla hefur mætt Svíum alls 17 sinnum og hafa síðustu tvær viðureignirnar einmitt verið í janúarverkefnum.
Hópurinn fyrir leikinn við Svíþjóð lítur þannig út:
Markverðir
- Frederik Schram – 6 leikir
- Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
- Patrik Sigurður Gunnarsson – 3 leikir
Aðrir leikmenn
- Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
- Aron Sigurðarson – 7 leikir, 2 mörk
- Bjarni Mark Antonsson - 2 leikir, 0 mörk
- Dagur Dan Þórhallsson – 3 leikir, 0 mörk
- Damir Muminovic – 5 leikir, 0 mörk
- Danijel Dejan Djuric – 2 leikir, 0 mörk
- Davið Kristján Ólafsson – 12 leikir, 0 mörk
- Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
- Ísak Snær Þorvaldsson – 3 leikir, 0 mörk
- Júlíus Magnússon – 4 leikir, 0 mörk
- Kristall Máni Ingason – 3 leikir, 0 mörk
- Róbert Orri Þorkelsson – 3 leikir, 0 mörk
- Sævar Atli Magnússon - 1 leikur, 0 mörk
- Sveinn Aron Guðjohnsen – 18 leikir, 1 mark
- Valgeir Lunddal Friðriksson – 5 leikir, 0 mörk
- Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk