• fös. 06. jan. 2023
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla komið til Portúgals

A landslið karla er komið saman á Algarve í Portúgal þar sem liðið leikur tvo vináttuleiki næstu daga.  Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi sunnudaginn 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Verkefnið er utan FIFA-glugga eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um, og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Tvær breytingar voru gerðar á upprunalega hópnum sem var tilkynntur.  Bjarni Mark Antonsson bættist við hópinn og Sævar Atli Magnússon var kallaður inn í stað Arnórs Sigurðssonar.

Ísland og Eistland hafa 6 sinnum áður mæst í A landsliðum karla og er um vináttuleiki að ræða í öllum tilfellum.  Ísland hefur unnið 3 leiki, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og einu sinni vann Eistland sigur.

Skoða fyrri viðureignir

A landslið karla hefur mætt Svíum alls 17 sinnum og hafa síðustu tvær viðureignirnar einmitt verið í janúarverkefnum. 

Skoða fyrri viðureignir

Markverðir

  • Frederik Schram – 6 leikir
  • Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
  • Patrik Sigurður Gunnarsson – 2 leikir

Aðrir leikmenn

  • Andri Lucas Guðjohnsen – 12 leikir, 2 mörk
  • Arnór Ingvi Traustason – 44 leikir, 5 mörk
  • Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
  • Aron Sigurðarson – 6 leikir, 2 mörk
  • Bjarni Mark Antonsson - 2 leikir, 0 mörk
  • Dagur Dan Þórhallsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Damir Muminovic – 4 leikir, 0 mörk
  • Danijel Dejan Djuric – 1 leikur, 0 mörk
  • Davið Kristján Ólafsson – 11 leikir, 0 mörk
  • Guðlaugur Victor Pálsson – 31 leikur, 1 mark
  • Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
  • Ísak Snær Þorvaldsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Júlíus Magnússon – 3 leikir, 0 mörk
  • Kristall Máni Ingason – 2 leikir, 0 mörk
  • Nökkvi Þeyr Þórisson - 0 leikir, 0 mörk
  • Róbert Orri Þorkelsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Sævar Atli Magnússon - 0 leikir, 0 mörk
  • Sveinn Aron Guðjohnsen – 17 leikir, 1 mark
  • Valgeir Lunddal Friðriksson – 4 leikir, 0 mörk
  • Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk