A karla - Ísland fellur um eitt sæti á heimslista FIFA
Ísland fellur niður um eitt sæti á heimslista FIFA, en ný útgáfa af honum er komin út.
Ísland er í 63. sæti á listanum og hefur liðið leikið tvo leiki síðan síðasta útgáfa kom út. Þeir leikir voru á Baltic Cup, en báðir enduðu með jafntefli eftir venjulegan leiktíma og sigri eftir vítaspyrnukeppni.
Næsta verkefni liðsins eru leikir gegn Svíþjóð og Eistlandi á Algarve 8. og 12. janúar. Undankeppni EM 2024 hefst svo í mars þegar Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein.