Ísland Eystrasaltsmeistari!
A landslið karla lék til úrslita í Eystrasaltsbikarnum (Baltic Cup) og fagnaði sigri gegn Lettum eftir vítaspyrnukeppni. Ísland er fyrsta gestaliðið til að vinna þetta mót, sem var fyrst haldið árið 1928.
Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti meðal annars þrjár tilraunir sem fóru í markstangirnar, auk annarra færa sem ekki tókst að nýta. Heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik og íslenska liðið náði forystu með marki Ísaks Bergmanns Jóhannessonar úr vítaspyrnu. Lettar jöfnuðu metin gegn gangi leiksins eftir mistök í íslensku vörninni og ekki voru fleiri mörk skoruð. Því var gripið til vítaspyrnukeppni og þar hafði íslenska liðið betur, skoraði úr átta vítaspyrnum áður en Patrik Sigurður Gunnarsson varði áttundu spyrnu Lettlands og tryggði íslenskan sigur í Eystrasaltsbikarnum.