Mæta Litháen á miðvikudag
Eins og kynnt hefur verið tekur A landslið karla þátt í Baltic Cup 2022 ásamt Eystrasaltslöndunum þremur - Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Ísland mætir Litháen á Darius & Girenas Stadium í Kaunas 16. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma og mætir síðan annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember (í Tallinn eða Riga), sem er þá annað hvort leikur um 3. sætið í mótinu eða úrslitaleikur um sigur í Baltic Cup. Ef jafnt er eftir 90 minútna leik fer fram vítaspyrnukeppni.
Báðir leikir íslenska liðsins í keppninni eru í beinni útsendingu á RÚV.
Leikmannahópur Íslands var tilkynntur 8. nóvember síðastliðinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í mótinu, sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta gestaþjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.
Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland fagnaði sigri í mótinu árið 2021.
Fyrri viðureignir Íslands og Litháen