Komnir til Kóreu
A landslið karla er nú komið til Suður-Kóreu og mætir heimamönnum þar í seinni vináttuleik sínum í þessu fyrra nóvember-verkefni þar sem leikmannahópurinn er að stórum hluta skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni. Liðið ferðaðist frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem leikinn var vináttulandsleikur gegn Sádi-Arabíu í Abu Dhabi og tók fyrstu æfinguna í Suður-Kóreu í dag, þriðjudag.
Vináttuleikur Suður-Kóreu og Íslands fer fram á föstudaginn kl. 11:00 að íslenskum tíma (tímamismunurinn við Suður-Kóreu er 9 klst) og er leikurinn í beinni útsendingu á Viaplay.
Seinna nóvember-verkefnið er svo þátttaka í Baltic Cup hefur leikmannahópurinn fyrir það verkefni nú verið tilkynntur.