Æfingar yngri landsliða í Miðgarði næstu þrjú árin
KSÍ hefur samið um æfingaaðstöðu fyrir yngri landslið Íslands í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði í Vetrarmýri í Garðabæ, sem opnaði formlega í febrúar á þessu ári. Fyrstu KSÍ-æfingarnar í húsinu voru á dagskrá í september (Hæfileikamótun drengja) og framundan í október eru æfingar yngri landsliða. Samningur KSÍ við sveitarfélagið Garðabæ, sem á og rekur Miðgarð, er til næstu þriggja ára.
Æfingar yngri landsliða síðustu þrjú árin hafa verið í Skessunni í Kaplakrika í Hafnarfirði. KSÍ þakkar FH kærlega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf og óskar félaginu alls hins besta.
Mynd. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar við undirritun samningsins í Miðgarði.