Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2024 9. október
Dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM A landsliða karla 2024 í Frankfurt í Þýskalandi þann 9. október næstkomandi. Úrslitakeppnin fer einmitt fram þar í landi 14. júní til 14. júlí 2024. Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni vefútsendingu á vef UEFA.
Í undankeppninni er liðunum skipt í 10 riðla. Sjö riðlar verða með fimm liðum (riðlar A-G) og þrír riðlar með sex liðum (riðlar H-J). Leikið er heima og heiman og fara allir leikir riðlakeppninnar fram innan almanaksársins 2023. Efstu tvö lið hvers riðils komast í úrslitakeppnina og þrjú lið komast þangað í gegnum Þjóðadeildar-umspilið, sem verður leikið í mars 2024.
Þjóðverjar eru gestgjafar og þurfa ekki að leika í undankeppninni. Rússar eru sem stendur í banni frá öllum keppnum á vegum UEFA og verða ekki með í pottinum þegar dregið verður.
Smellið hér til að skoða nánar á vef UEFA