• fim. 11. ágú. 2022
  • Landslið
  • A karla

A karla tekur þátt í Baltic Cup 2022

Mynd - Mummi Lú

A landslið karla mun taka þátt í Baltic Cup 2022, en ásamt Íslandi taka Litháen, Eistland og Lettland þátt í mótinu.

Í undanúrslitum mætast Ísland og Litháen annars vegar og Lettland og Eistland hins vegar. Leikur Íslands og Litháen fer fram í Vilnius eða Kaunas, Litháen, á meðan leikur Lettlands og Eistlands fer fram í Riga, Lettlandi.

Undanúrslitin fara fram 16. nóvember á meðan úrslitaleikurinn og leikur um þriðja sætið fara fram 19. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem A landslið karla tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta þjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland eru núverandi meistarar, en mótið var haldið síðast árið 2021.