Fyrirlestur í Smáranum 27. apríl
Breiðablik og KÞÍ standa fyrir fyrirlestri í Smáranum miðvikudaginn 27. apríl með fyrrum þjálfara kvennaliðs Barcelona.
Lluís Cortés var þjálfari kvennaliðs Barcelona árin 2019-2021 og mun hann flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni "Training methology at Barcelona" sem fjallar m.a. um tímabilið 2020/21 þar sem liðið varð þrefaldur meistari.
Allir áhugasamir þjálfarar eru velkomnir í Smárann (höfuðstöðvar Breiðabliks) klukkan 19:30 á miðvikudag.
Meðlimir KÞÍ fá ókeypis aðgang, en annars er aðgangseyrir 2000 krónur.
Fyrirlesturinn veitir 2 endurmenntunarstig fyrir þjálfara með þjálfaragráðu A og B.
Frekari upplýsingar fást hjá Ísleifi Gissurarsyni - isleifur@breidablik.is