Fundað með forystu UEFA
Þær Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ funduðu í vikunni í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss, með Aleksander Ceferin forseta UEFA og Zoran Lakovic, yfirmanni deildar UEFA sem heldur utan um tengsl við aðildarsamböndin (UEFA National Associations Division).
Ýmislegt var rætt á fundinum - málefni evrópsku knattspyrnuhreyfingarinnar í heild, staða smærri knattspyrnusambanda innan UEFA, kvennaknattspyrna og auðvitað málefni KSÍ og íslenskrar knattspyrnu sérstaklega, þar á meðal málefni þjóðarleikvangs, heimavallar íslensku knattspyrnulandsliðanna.