A karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Spáni
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Finnlandi og Spáni í tveimur vináttuleikjum á Spáni í mars.
Ísland mætir Finnlandi laugardaginn 26. mars á Estadio Nueva Condomina/Estadio Enrique Roca de Murcia í Murcia og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni á Riazor í A Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Ísland og Finnland hafa mæst 13 sinnum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, tveir hafa endað með jafntefli og Finnland hefur unnið sjö. Liðin mættust síðast í undankeppni HM 2018 þann 2. september 2017 í Finnlandi, en heimamenn unnu þann leik 1-0.
Ísland og Spánn hafa mæst níu sinnum. Ísland hefur unnið einn leik, tveir endað með jafntefli og Spánn hefur unnið sex leiki. Liðin mættust síðast í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli þann 8. september 2007 og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Spánn varð Evrópumeistari 2008.
Hópurinn (uppfærður 20.03.22)
Rúnar Alex Rúnarsson - OH Leuven - 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir - Meiddur og verður ekki með. Ingvar Jónsson (8 leikir) kemur inn í hópinn.
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 8 leikir
Guðmundur Þórarinsson - AaB - 12 leikir - Meiddur og verður ekki með. Höskuldur Gunnlaugsson (3 leikir) kemur inn í hópinn.
Atli Barkarson - SonderjyskE - 2 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason - Valerenga - 10 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark - Meiddur og verður ekki með. Ari Leifsson (3 leikir) kemur inn í hópinn.
Ísak Bergmann Jóhannesson - FCK - 10 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 105 leikir, 14 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 10 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - Genoa - 29 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 16 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 5 leikir
Aron Elís Þrándarson - OB - 8 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 7 leikir, 1 mark
Andri Fannar Baldursson - FCK - 8 leikir
Arnór Sigurðsson - Venezia - 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid Castilla - 6 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 7 leikir
Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution - 43 leikir, 5 mörk
Jón Daði Böðvarsson - Bolton Wanderers - 62 leikir, 4 mörk
Hörður Björgvin Magnússon - CSKA - 36 leikir, 2 mörk