• fim. 10. mar. 2022
  • Landslið
  • A karla

A karla - Miðasala á leik Finnlands og Íslands á Spáni hafin

Mynd - Mummi Lú

Miðasala er hafin á leik Íslands og Finnlands sem fer fram í Murcia á Spáni laugardaginn 26. mars.

Leikurinn fer fram á Estadio Nueva Condomina (Estadio Enrique Roca de Murcia) í Murcia og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma, kl. 17:00 að staðartíma.

Hlekkur á miðasöluna má finna hér að neðan.

Miðasalan

Ísland mætir Spáni á Riazor í A Coruna þriðjudaginn 29. mars kl. 18:45 að íslenskum tíma, kl. 20:45 að staðartíma. Upplýsingar um miðasölu á þann leik verða birtar á miðlum KSÍ þegar þær berast.