.jpg?proc=300x300)
Davið Kristján Ólafsson í landsliðshópinn
Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir janúarleikina við Úganda og S-Kóreu. Davíð Kristján Ólafsson kemur inn fyrir Guðmund Þórarinsson. Davíð Kristján hefur leikið tvo A-landsleiki og hafa þeir báðir verið í janúarverkefnum, vináttuleikir gegn Eistlandi 2019 og Kanada 2020.
Ísland mætir Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu 15. janúar og fara báðir leikirnir fram í Tyrklandi.