Dregið í Þjóðadeildinni á fimmtudag
Á fimmtudag verður dregið í Þjóðadeild A landsliða karla 2022. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á vef UEFA.
Ísland leikur í B-deild að þessu sinni og verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður.
Styrkleikaflokkarnir
- Flokkur 1: Úkraína, Svíþjóð, Bosnía-Hersegóvína, Ísland.
- Flokkur 2: Finnland, Noregur, Skotland, Rússland.
- Flokkur 3: Ísrael, Rúmenía, Serbía, Írland.
- Flokkur 4: Slóvenía, Svartfjallaland, Albanía, Armenía.
Ísland getur ekki dregist í riðil með bæði Armeníu og Ísrael (eingöngu annarri hvorri þjóðinni ef til þess kemur), vegna lengdar ferðalags.
Leikjagluggi A landsliða karla í mars 2022 er ætlaður fyrir annars vegar umspilsleiki um sæti í lokakeppni HM 2022 og hins vegar vináttuleiki. Leikið verður í Þjóðadeildinni 2022 í júní (4 leikdagar) og september (2 leikdagar). Engir leikir verða í október og í nóvember verður undirbúningsgluggi fyrir lokakeppni HM 2022 sem fram fer í Katar í nóvember og desember.