A karla - öruggur sigur gegn Liechtenstein
Ísland vann öruggan 3-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022.
Íslenska liðið stjórnaði leiknum frá byrjun og skapaði sér þónokkuð af færum. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson skallaði frábæra fyrirgjöf Jóns Dags Þorsteinssonar í netið. Albert Guðmundsson bætti svo við öðru marki Íslands á 35. mínútu af vítapunktinum eftir að skot Viðars Arnars Kjartanssonar hafði endað í hendi varnarmanns Liechtenstein. Staðan 2-0 í hálfleik og Ísland með algjöra stjórn á leiknum.
Síðari hálfleikurinn var eins og sá fyrri, Ísland var mun betri aðilinn og Liechtenstein átti erfitt með að halda boltanum þegar þeim gafst tækifæri til þess. Albert bætti svo við öðru marki sínu á 79. mínútu, aftur af vítapunktinum eftir að brotið hafði verið á Sveini Aroni Guðjohnsen. Strákarnir voru ekki hættir og bætti Andri Lucas Guðjohnsen við fjórða marki Íslands undir lok leiksins eftir sendingu frá bróður sínum, Sveini Aroni Guðjohnsen. Flottur 4-0 sigur staðreynd í síðasta heimaleik liðsins í undankeppni HM 2022.
Fyrir leik voru Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason heiðraðir fyrir frábæra ferla sína með landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, afhenti þeim blómvendi.