• fös. 08. okt. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla - jafntefli við Armeníu

Ísland og Armenía gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022.

Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel og var meira með boltann fyrri hluta fyrri hálfleiks, en tókst ekki að skapa sér mikið af færum. Það voru Armenar sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks, en þar var Kamo Hovhannisyan að verki. Staðan því 0-1 í hálfleik.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og í þetta skiptið var það Ísland sem skoraði eina mark hálfleiksins. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði þá gott mark eftir góða sendingu Birkis Más Sævarssonar. 1-1 jafntefli staðreynd.

Ísland mætir Liechtenstein á mánudaginn á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.