• fim. 16. sep. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla í 60. sæti á FIFA-listanum

A landslið karla fellur um sjö sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA.  Ísland er nú í 60. sæti listans og hóf árið í 46. sæti, en í næstu sætum fyrir ofan Ísland eru Jamaíka (59. sæti) og Kamerún (58. sæti).  Belgía og Brasilía eru sem fyrr í efstu tveimur sætum listans, en England fer upp fyrir Frakkland í þriðja sætið.  Danir komast inn á topp 10.

Á árinu 2020 mætti Ísland m.a. Belgíu, Englandi og Danmörku tvívegis í Þjóðadeild UEFA og eru þau lið öll á topp 10 í dag, auk umspilsleikja við Rúmeníu (42. sæti) og Ungverjaland (40. sæti), og vináttuleikja í janúarglugganum við Kanada (51. sæti) og El Salvador (65. sæti). 

Á árinu 2021 hefur Ísland mætt einu liði á topp 10 til viðbótar, Mexíkó í vináttuleik í lok maí, auk leikja í undankeppni HM 2022 við Þýskaland (14. sæti), Armeníu (89. sæti), Liechtenstein (118. sæti), Rúmeníu (42. sæti) og Norður-Makedóníu (74. sæti), auk vináttuleikja við Pólland (24. sæti) og Færeyjar (114. sæti). 

Styrkleikalisti FIFA - A landslið karla

Mynd með grein:  Pawel Cieslikiewicz