• fim. 12. ágú. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla - Ísland fer niður um eitt sæti á heimslista FIFA

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland fer niður um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA og er í dag í 53. sæti listans.

Síðasta útgáfa listans var gefin út 27. maí síðastliðinn og hefur Ísland leikið þrjá leiki síðan. Strákarnir töpuðu 1-2 gegn Mexíkó í Bandaríkjunum, unnu 1-0 sigur í Færeyjum og gerðu svo 2-2 jafntefli við Pólland.

Næsta verkefni liðsins eru þrír leikir í september í undankeppni HM 2022 og fara þeir allir fram á Laugardalsvelli. Ísland er í fimmta sæti riðilsins með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Heimslisti FIFA

Leikirnir

Ísland - Rúmenía 2. september kl. 18:45

Ísland - Norður Makedónía 5. september kl. 16:00

Ísland - Þýskaland 8. september kl. 18:45

Staða andstæðinga Íslands í undankeppninni á heimslista FIFA

Þýskaland - 16. sæti

Rúmenía - 45. sæti

Norður Makedónía - 72. sæti

Armenía - 88. sæti

Liechtenstein - 189. sæti