VAR á leikjum haustsins hjá A karla
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur, með samþykki Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), staðfest að VAR-tæknin verði notuð á leikjum haustsins hjá A landsliðum karla. Ákvörðunin nær þannig til allra leikja sem íslenska landsliðið á eftir í undankeppni HM 2022, en framundan eru þrír heimaleikir í september, tveir heimaleikir í október, og loks tveir útileikir í nóvember. Til stóð að nota VAR frá byrjun undankeppninnar, sem hófst í mars, en vegna ástæðna sem tengdust Covid var því frestað.