• lau. 24. júl. 2021
  • Mótamál
  • COVID-19

200 manna samkomutakmarkanir frá og með 25. júlí

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí.  Meðal þess sem fram kemur:

  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda.
  • Hámarksfjöldi áhorfenda á íþróttaviðburðum er 200 manns í rými og skulu áhorfendur skráðir í númeruð sæti (grímuskylda).
  • Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.

Beðið er upplýsinga frá ÍSÍ um mögulegan fjölda 200-manna hólfa fyrir áhorfendur og frekari útfærslur vegna íþróttakappleikja.  Nýjar sóttvarnarreglur KSÍ verða gefnar út eins fljótt og mögulegt er.

Nánar á vef Stjórnarráðsins