30 milljónum úthlutað úr mannvirkjasjóði KSÍ
Fjörtíu og þrjár umsóknir bárust í mannvirkjasjóð KSÍ árið 2021 og er heildarkostnaður við áætlaðar framkvæmdir tæpir 4,3 milljarðar kr. Til úthlutunar í ár eru 30 milljónir.
Mannvirkjanefnd KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ fóru yfir innsendar umsóknir á fundum nefndarinnar þann 21. og 23. júní sl. Unnið var heildstætt mat á öllum umsóknum og þær metnar með hliðsjón af gildandi skorkorti. Þannig var unninn listi með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu til stjórnar KSÍ.
Stjórn KSÍ fjallaði um málið á fundi sínum þann 29. júní þar sem samþykktar voru úthlutanir úr sjóðnum:
Afturelding - LED/vallarklukka | 500.000 |
FH - Grasæfingasvæði | 4.000.000 |
Fram - Nýr aðalvöllur og æfingasvæði | 6.000.000 |
Hamar - Gervigras, varamannaskýli og markatafla | 2.100.000 |
HK - LED/vallarklukka | 500.000 |
ÍA - Ný sæti | 750.000 |
ÍA - Þaki lyft og endurnýjað | 900.000 |
ÍBV - Vallarklukka | 500.000 |
Keflavík - Búningsklefar | 1.000.000 |
Keflavík - Girðing | 1.100.000 |
Keflavík/Njarðvík - Nýr gervigrasvöllur | 3.750.000 |
KR - Sparkvöllur | 400.000 |
Njarðvík - Æfingaaðstaða | 1.850.000 |
Tindastóll - Stúkubygging | 5.500.000 |
Vestri - Endurbætur klefar | 400.000 |
Víkingur - Búningsklefar | 750.000 |