• fös. 28. maí 2021
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla æfir í Dallas

A landslið karla er komið til Dallas og hefur hafið æfingar fyrir vináttuleikinn við Mexíkó sem fram fer á AT&T leikvanginum um helgina.  Leikurinn hefst kl. 01:00 aðfaranótt sunnudags og er í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið kom til Dallas á miðvikudag æfði tvisvar á fimmtudag á æfingasvæði SMU háskólans við hinar fínustu aðstæður.  Það er heitt í Dallas og fer hitinn yfir 30 gráður yfir daginn.  AT&T leikvangurinn tekur 80.000 manns í sæti, en reiknað er með tæplega 40.000 áhorfendur á leikinn um helgina.