• þri. 18. maí 2021
  • Fræðsla

KSÍ B - Skriflegt próf 7. júní

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skriflegt próf á KSÍ B þjálfaragráðunni verður haldið mánudaginn 7. júní. Tvær tímasetningar verða í boði, annars vegar kl. 12:00-14:00 og hins vegar kl. 16:00-18:00.

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV A og KSÍ IV B þjálfaranámskeið, tekið KSÍ B þjálfaraskólann og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III námskeiðinu. Engar undantekningar eru gerðar.

Hér neðst í fréttinni eru upplýsingar um prófið og undirbúningsgögn. Vinsamlegast lesið vel yfir undirbúningsgögnin og hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Þjálfarar sem búa á landsbyggðinni og vilja taka prófið í sinni heimabyggð þurfa að hafa tímanlega samband við fræðsludeild KSÍ og óska eftir því.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast öll gögn af námskeiðum á KSÍ B þjálfaragráðunni.
- Gögn af KSÍ I
- Gögn af KSÍ II
- Gögn af KSÍ III
- Gögn af KSÍ IV A
- Gögn af KSÍ IV B

Skráning:
- 7. júní kl. 12:00-14:00: https://forms.gle/2bSikPdX3u6dpWte9
- 7. júní kl. 16:00-18:00: https://forms.gle/ZwL2bmdm82GB28Gr9

Undirbúningsgögn