A karla í 52. sæti FIFA-listans
A landslið karla er í 52. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og fellur um 6 sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Hæstu stöðu sinni á listanum náði liðið árið 2016 þegar það fór upp í 21. sæti, en meðalstaða frá upphafi listans er 64. sæti.
Skoða stöðu A landsliðs karla á styrkleikalista FIFA frá upphafi
Belgía er sem fyrr á toppi listans og Danmörk færist inn á topp 10 á kostnað Mexíkó, en Ísland mætir einmitt Mexíkó í vináttuleik 31. maí á þessu ári. Armenía er það lið sem fékk flest stig í mars og Írland það lið sem tapaði flestum stigum, Gínea-Bissá er hástökkvarinn (upp um 11. sæti) og Mósambík fellur um 11 sæti.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.