Styrkur UEFA vegna náttúruhamfara
Styrkjakerfi UEFA nær til ýmissa verkefna, m.a. á sviði mannvirkja og meðal þess sem hægt er að sækja um er styrkur til að mæta skaða sem orðið hefur á æfingavöllum, keppnisvöllum og öðrum mannvirkjum vegna náttúruhamfara (UEFA Natural Disaster Grants).
Um er að ræða árlega heildarupphæð að 500.000 evrum í sjóði sem er eyrnamerktur slíkum verkefnum og skiptist heildarupphæðin þá niður á þau verkefni sem fá styrk. Knattspyrnusambönd og knattspyrnufélög sem orðið hafa fyrir skaða vgna náttúruhamfara eins og flóða, óveðurs og jarðskjálfta geta sótt um í sjóðinn og sækja þá knattspyrnufélög um í gegnum sitt knattspyrnusamband.