• þri. 17. nóv. 2020
  • Landslið
  • A karla

Leikið með sorgarbönd á Wembley

Fyrir leik A landsliðs karla við England í Þjóðadeildinni á miðvikudag verður Ray Clemence, fyrrverandi markvarðar enska landsliðsins sem lést þann 15. nóvember síðastliðinn 72 ára að aldri, minnst með lófataki á Wembley. Clemence lék 758 leiki með Scunthorpe, Liverpool og Tottenham, og stóð 61 sinnum á milli stanganna með enska landsliðinu. Bæði liðin munu jafnframt leika með sorgarbönd. 

Íslenska liðið leikur einnig með sorgarbönd til að votta þjálfara íslenska liðsins, Erik Hamrén og fjölskyldu hans samúð sína.  Faðir Eriks, Per Hamrén, lést að kvöldi 15. nóvember, sama kvöld og íslenska liðið lék við Dani á Parken.