• fös. 13. nóv. 2020
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla mætir Dönum á sunnudag

A landslið karla er nú komið til Kaupmannahafnar til að hefja undirbúning fyrir Þjóðadeildarleikinn gegn Dönum á Parken á sunnudag.  Liðið æfir á keppnisvellinum á laugardag og fyrir æfinguna verður blaðamannafundur, einnig á keppnisvellinum.  Íslenska liðið hefur leikið fjóra leiki í Þjóðadeildinni og er í neðsta sæti síns riðils í A-deild, án stiga og leikur í B-deild í næstu keppni.  Danska liðið hafði betur í fyrri viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í síðasta mánuði, þar sem Danir unnu þriggja marka sigur.

Staðan og leikirnir í Þjóðadeildinni

Leikurinn á sunnudag hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.