Upp um tvö sæti á FIFA-listanum
A landslið karla hækkar um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Belgar eru sem fyrr í efsta sæti og engin breyting er á efstu fimm sætunum. Ungverjar, mótherjar íslenska liðsins í úrslitaleik umspils um sæti í lokakeppni EM, eru stigahæsta liðið milli mánaða, en Rúmenar, sem Íslendingar slógu út í undanúrslitum, lækka mest bæði í stigum og sætum.
Ísland er í 39. sæti heildarlistans og í 22. sæti þegar eingöngu Evrópa er tekin með í reikninginn.
Ef litið er til riðils Íslands í Þjóðadeildinni og heildarlistans eru Belgar sem fyrr segir í efsta sæti, Englendingar í 4. sæti og Danir í því þrettánda. Allar þessar þrjár þjóðir eru á topp 10 í Evrópu.
Næsti styrkleikalisti verður gefinn út 26. nóvember.
Styrkleikalisti FIFA fyrir A landslið karla
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net